Líf og heilsa lífsstílsþjálfun

Lífsstílsþjálfun sem byggir á námskránni “Líf og heilsa lífsstílsþjálfun” er ætluð fólki sem vill bæta eigin heilsu. SÍBS stendur ekki fyrir námskeiðahaldi en fræðsluaðilum er heimilt að bjóða upp á nám sem byggir á námskránni og því námsefni sem henni fylgir. Einstaklingar sem vilja kynna sér námskeiðsgögn upp á eigin spýtur og geta óskað eftir aðgengi að rafrænu námsefni hjá [email protected]

Skipulag Líf og heilsa lífsstílsþjálfunar


Um námskeiðið: Lífsstílsþjálfunin er hugsuð sem hópþjálfun sem byggir á vikri þátttöku samhliða fræðslu. Þjálfunin nær yfir allt að 12 mánuði, ef allri námskránni er fylgt sem skiptist í grunnþjálfun og eftirfylgd. Grunnþjálfunin er 16 tíma hópþjálfun og erftirfylgni er 10 skipti.  Gera má ráð fyrir að hver tími í hópþjálfun sé að minnsta kosti ein klukkustund. Um vikulega þjálfun er að ræða til að byrja með síðan á tveggja til þriggja vikna fresti eftir því sem við á. Lögð er áhersla á sjálfseflingu, ígrundun, markmiðasetningu og virkni með samvinnunámi og stuðningi leiðbeinenda. 

Markmiðið: Að auka þekkingu þátttakenda á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. 

Markhópur: Ætlað fólki sem vill bæta eigin heilsu eða er með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting eða hækkaðan blóðsykur. 


Þátttakendum er boðið upp á heilsufarsmælingar og þáttöku í rafrænni könnun á líkamlegu, andlegu og félagslegu þáttum heilbrigðis í upphafi, um miðbik og í lok námskeiðs. 






Heilsuefling