Hlaupaáskorun

hlaupaaskorun2.jpg

Hlaupanámskeiðinu "Úr sófanum" er ætlað að hvetja fólk til að hreyfa sig reglulega til ánægju og nýta í framhaldinu stuðning hlaupahópa í sínu nærumhverfi til að viðhalda þeirri venju. Hlaupahópar á höfuðborgarsvæðinu hafa boðið þátttakendum að mæta á opnar æfingar á meðan á námskeiðinu stendur. Stefnt er að því að þátttakendur geti gengið og skokkað 5 km að loknu námskeiði. Facebooksíða "Úr sófanum".

Ívar Trausti Jósafatson þjálfari frá Komaso hefur haldið utan um verkefnið, styður við þátttakendur.

Um námskeiðin: Námskeiðið eru í boði einu sinni á ári og nær yfir 10 vikur. Skipulagðar hlaupaæfingar eru farnar vikulega undir leiðsögn reynds þjálfara. Þess á milli hlaupa þátttakendur samkvæmt tilbúinni æfingaáætlun. 

Markhópur: Allir velkomnir en námskeiðið eru sérstaklega ætlað byrjendum og fólks sem er að koma sér af stað í hlaup aftur eftir langt hlé. 

Erfiðleikastig: Hlaupið er rólega, hver á sínum hraða. 

Hlaupaleiðir: Hlaupaleiðir eru breytilegar.

Verð: Það kostar ekkert á námskeiðið.

Þátttakendum býðst ókeypis heilsufarsmæling í upphafi námskeiðs. 

Heilsuefling