Vinnsla persónuupplýsinga hjá SÍBS

SÍBS fer að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd ESB 679/2016. SÍBS hefur persónuvernd að leiðarljósi og virðir persónuvernd í öllum sínum samskiptum.

SÍBS vinnur með persónuupplýsingar til að geta veitt þjónustu og átt samskipti við hagaðila, þar á meðal í þeim tilgangi að veita persónubundna ráðgjöf og þjónustu til einstaklinga. Unnið er með persónuupplýsingar í eftirfarandi tilgangi:

Félagatal aðildarfélaga SÍBS

SÍBS hefur umsjón með félagatali aðildarfélaga SÍBS, samkvæmt samkomulagi við félögin, en þau eru: Hjartaheill, Samtök lungnasjúklinga, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Berklavörn, Vífill og Sjálfsvörn. Einstaklingar gerast félagar að einstökum aðildarfélögum með því að hafa samband í síma eða með tölvupósti til fyrrgreindra aðildarfélaga og eru samþykktir sem félagar að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í samþykktum eða lögum viðkomandi félags.

Við skráningu í aðildarfélag er óskað eftir nafni, kennitölu, heimilisfangi og netfangi. Einnig eru styrktaraðilar SÍBS skráðir í flokkinn Máttarstólpar í félagatali, en standa þó utan félaga. Þessum upplýsingum er safnað til að halda utan um félagaskrá, senda reikninga fyrir árgjaldi og miðla upplýsingum um starfsemi og þjónustu félaganna. Reglulega er farið yfir skráningar í félagaskrár, þær uppfærðar þegar við á og upplýsingum um einstaklinga eytt við úrskráningu eða andlát.

Upplýsingar úr félagatali eru nýttar til að senda út fréttabréf og greiðsluseðla og önnur samskipti við félagsmenn.

Skráning á póstlista SÍBS

Allir geta skráð sig á póstlista SÍBS í gegnum heimasíðu félagsins. Félagsmenn aðildarfélaga, Máttarstólpar, miðaeigendur, stuðnings- og hagaðilar eru skráðir á póstlistann við miðakaup, upphaf stuðnings eða samstarfs. Þeir sem skrá sig á póstlista fá send rafræn fréttabréf, markpóst um starfsemina auk þess sem kann að vera haft samband símleiðis.

Heimasíða - sala happdrættismiða, styrktaraðildar Máttarstólpa og skráning á námskeið

Á heimasíðu SÍBS (www.sibs.is) er hægt að kaupa happdrættismiða, skrá sig sem styrktaraðila Máttarstólpa, skrá sig á námskeið og kaupa vörur í vefverslun SÍBS. Kaup á happdrættismiðum, námskeiðum og vörum felur í sér að gefa upp nafn, netfang, kennitölu og greiðsluupplýsingar. SÍBS heitir fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þannig er aflað og allar slíkar upplýsingar eru dulkóðaðar.

Upplýsingar sem safnað er í tengslum við sölu á happdrættismiðum, námskeiðum og vörum eru einungis nýttar til þess að geta uppfyllt skyldur SÍBS gagnvart viðskiptavinum sínum.

Heilsugátt SÍBS

Í Heilsugátt SÍBS eru varðveittar upplýsingar sem safnað er í heilsufarsmælingum á vegum verkefnisins SÍBS Líf og heilsa. Allar upplýsingar sem þar eru skráðar eru fengnar hjá þátttakendum sjálfum að fengnu upplýstu samþykki. Þar er um að ræða skráning á heilsufarsgildum og niðurstöður úr spurningavagni sem þátttakendum gefst kostur á að svara í kjölfar mælinga. Öryggis- og aðgangsstýringum er beitt til þess að vernda upplýsingarnar. Einstaklingar hafa aðgang að sínum upplýsingum og er frjálst að eyða þeim. Upplýsingar í gagnagrunni eru dulkóðaðar.

Vinnsluaðilar, miðlun og upplýsingar hjá SÍBS

SÍBS gerir kröfur til vinnsluaðila sína að þeir fari að lögum um persónuvernd og gerir vinnslusamninga við þá sem vinna persónuupplýsingar fyrir hönd félagsins. Leitast er við að vinnsla persónuupplýsinga fari fram innan EES-svæðisins, en í þeim tilvikum þegar vinnsla fer fram í Bandaríkjunum eru þar einungis nýttir vinnsluaðilar sem eru aðilar að Privacy Shield samkomulaginu.

SÍBS miðlar ekki upplýsingum til þriðju aðila nema þess sé krafist samkvæmt lögum eða dómsúrskurði. Upplýsingum um vinningshafa í happdrætti félagins kann þó að vera miðlað til umboðsaðila svo hægt sé að greiða vinning.

Öryggi og persónuvernd á vefnum

Svokallaðar vafrakökur (e. Cookies) eru notaðar til að telja heimsóknir á vefinn. Við notum vafrakökur sparlega og með ábyrgum hætti. Notendur geta stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu.

SÍBS notar Google Analytics og Facebook Pixel til vefmælinga og markhópagreiningar. Þar eru vefkökur þriðja aðila að verki. Við hvetjum fólk til að kynna sér hvernig þessir aðilar nota vefkökur og hvernig hægt er að stjórna þeim í vafranum.

Við hverja heimsókn á vef SÍBS eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Sé gestur vefsins skráður á Facebook í sama vafra skráir Facebook heimsóknina við reikning notandans á samfélagsmiðlinum.

Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum, þróun hans og við greiningu markhópa. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu, allar upplýsingar eru ópersónugreinanlegar og tímabundnar.

Þín réttindi

Þú átt rétt á því að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar SÍBS býr yfir um þig og afrit af þeim gögnum.

Þú getur einnig átt rétt á að persónuupplýsingum um þig sé eytt, þær leiðréttar og vinnsla þeirra takmörkuð, ásamt því að andmæla vinnslu. Þá getur þú átt rétt því að gögn um þig séu flutt til annars ábyrgðaraðila á tölvulesanlegu formi. Rétt er að benda á að þessi réttindi eru takmörkuð og eiga ekki við allar persónuupplýsingar eða í öllum tilvikum.

Þú getur lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd teljir þú að vinnsla SÍBS á persónuupplýsingum sé ekki í samræmi við lög.

Óskir þú eftir því að nýta þér einhver af réttindum þínum eða hafir þú athugasemdir við meðhöndlun persónuupplýsinga getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á [email protected], eða með því að hafa samband við skrifstofu SÍBS, Borgartúni 28a, 108, Reykjavík, sími 560 4800.

Forsíða