Námskráin Líf og heilsa

Námskráin

Lífsstílsþjálfun sem byggir á námskránni „Líf og heilsa lífsstílsþjálfun“ er ætluð fólki sem vill bæta eigin heilsu. Nánar um lífsstílsþjálfunina hér.

namskra.JPG

SÍBS skrifaði námskrána Líf og heilsa lífsstílsþjálfun í samstarfi við Austurbrú og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins árið 2018. SÍBS stendur ekki fyrir námskeiðahaldi en viðurkenndum fræðsluaðilum er heimilt að bjóða nám sem byggir á námskránni og því námsefni sem henni fylgir.

Hægt er að skipuleggja lífsstílsþjálfunina sem hluta af vinnustaðanámi eða heilsueflingarverkefnum hjá stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum og laga að þörfum og áherslusviðum hverju sinni. Einstaklingar sem vilja kynna sér námskeiðsgögn upp á eigin spýtur og geta óskað eftir aðgengi að rafrænu námsefni.

Æskilegt er að leiðbeinendur sæki stutt rafrænt námskeið sem ávalt er aðgengilegt á sérstökum námsvef inni á Google Classroom. Að námskeiði loknu er opnað á aðgang að námsefni og sem styðjast má við á námskeiðum.

Námskráin byggir á bandaríska prógramminu National Diabetes Prevention Program (NDPP) sem stýrt er af Smitsjúkdóma- og forvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC). Námsefni og kennsluleiðbeiningar hafa verið þýddar og aðlagaðar að ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og hreyfingu. Námskráin fékk vottun hjá Menntamálastofnun í maí 2018.Sjá námskrá í heild sinni.

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um lífsstílsþjálfunina og þjálfun leiðbeinenda í síma 560-4800 eða sendu póst á [email protected].

Fræðsluefni