Heilsumolar

SÍBS hefur framleitt örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan. Að taka ábyrgð á eigin heilsu hefst á því að vita hvað er heilsusamlegt. 

Myndböndin eru unnin í samstarfi við Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsuveru, ÍSÍ, Rauða krossinn og Betri svefn, með styrk frá Lýðheilsusjóði. Myndböndin eru aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku.

Svefn

Svefn er ein af grunnstoðum andlegrar og líkamlegrar heilsu og forsenda fyrir ýmsu öðru sem við getum gert til að bæta heilsuna. Meðan við sofum eiga sér stað líffræðileg ferli sem endurnýja og endurnæra og þannig „hlaðast batteríin“.

Næring

Mataræði er einn af stærstu áhrifaþáttum heilsu. Það sem við borðum getur bæði aukið og minnkað líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem hormónaójafnvægi, sykursýki, krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum.

Streita

Hæfilegt magn af streitu getur hjálpað okkur að takast á við verkefni og klára þau. Ef við erum undir álagi í langan tíma án þess að fá nægjanlega hvíld getur streitan valdið líkamlegum og andlegum einkennum og skert lífsgæði.

Hreyfing

Kostir þess að stunda reglubundna hreyfingu eru ótvíræðir fyrir almenna heilsu og vellíðan. Þau sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á að fá ýmsa sjúkdóma og auka líkurnar á því að lifa lengur og við betri lífsgæði en annars.

Heilsuefling