Gönguáskorun

Göngur.jpg

Göngunámskeið á vegum SÍBS eru liður í forvarna- og lýðheilsustarfi félagsins. Göngurnar eru fyrir alla sem vilja gera hreyfingu að daglegri venju, eflast að líkamlegum og andlegum styrk og kynnast skemmtilegu fólki. Frá upphafi hafa göngurnar verið haldinar í samvinnu við Einar Skúlason, sem er í forsvari fyrir gönguhópinn Vesen og vergangur. Fjöldi fólks hefur tekið sín fyrstu skref í útivist með SÍBS í þessum göngum. Göngurnar eru jafnan kynntar á Facebook SÍBS.

Um göngurnar: Göngur eru í boði tvisvar á ári og ná yfir sex vikur. Skipulagðar hópgöngur eru farnar vikulega undir leiðsögn þjálfara. Þess á milli endurtaka þátttakendur sambærilegar göngur tvisvar, þannig er gönguformið taki framförum. 

Markhópur: Allir velkomnir en göngurnar eru sérstaklega sniðin að þörfum þeirra sem af einhverjum ástæðum hafa ekki getað stundað mikla hreyfingu eða vilja koma sér af stað eftir hlé í góðum félagsskap. 

Erfiðleikastig: Gengið er rólega eða sem nemur 3-5 km hraða á klst., fer eftir færð, undirlagi og hvort það eru brekkur eða ekki. 

Gönguleiðir: Gönguleiðir eru breytilegar en allar á höfuðborgarsvæðinu. Ný gönguleið hverju sinni.

Verð: Göngurnar eru ókeypis.

Gönguáskoranir

Gönguáskorun er skemmtilegur hluti af göngunum. Áskorunin felst í því að þátttakendur eru hvattir til að setja sér það markmið að ganga 150 km alls á sex viku í kjölfarið á skipulögðu göngunum. Það er nóg að ganga um 3,6 km á dag til að standast áskorunina. Sumir vilja ganga á jafnsléttu á meðan aðrir vilja ganga á fjöll. Þetta er ekki keppni á milli fólks eða liða, þetta er áskorun fyrir hvern og einn þátttakenda og tækifæri fyrir aðra til að hvertja viðkomandi áfram. Hægt er að blanda saman mismunandi tegundum hreyfingar en 150 km ganga samsvara:

  • 150 km hlaupum
  • 37,5 km sundi
  • 600 km hjólreiðum


Heilsuefling