Heilsufarsmælingar

SÍBS bíður reglulega upp á ókeypis heilsufarsmælingar víða um landið bæði til að auka meðvitund almennings um heilbrigðan lífsstíl og til hvetja sem flesta til að stíga skref í átt að betri heilsu. Þeir sem ekki þekkja gildin sín eru sérstaklega hvattir til að koma í mælingu. 

Heilsufarsmælingar fyrir almenning

Heilsufarsmælingar eru auglýstar á Facebook síðu SÍBS.

Baeklingur1.JPG

Í heilsufarsmælingu er mældur blóðþrýstingur, púls, blóðsykur, súrefnismettun, gripstyrkur og ummál. Þátttakendur geta einnig tekið þátt í könnun um líkamlega, andlega og félagslega þætti heilbrigðis. Niðurstöðurnar getur hver og einn skoðað í nafnlausum samanburði við eigin aldur og kyn á Heilsugátt SÍBS inni á mínar síður að lokinni mælingu.

Heilsufarsmælingarnar eru samstarfsverkefni SÍBS, Hjartaheilla, Diabetes, Astma- og ofnæmisfélags Íslands og Lungnasamtakanna.

Mælingafólk fær sérstaka fræðslu og þjálfun í framkvæmd heilsufarsmælinga. Mælingar eru framkvæmdar undir eftirliti heilbrigðismenntaðs starfsfólks.

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heilsufarsmælingar í síma 560-4800 eða sendu póst á [email protected].

Heilsugátt SÍBS

Í Heilsugátt SÍBS (Mínar síður) eru varðveittar upplýsingar sem safnað er í heilsufarsmælingum. Allar upplýsingar sem þar eru skráðar eru fengnar hjá þátttakendum sjálfum að fengnu upplýstu samþykki. Þar er um að ræða skráning á heilsufarsgildum og niðurstöður úr spurningavagni. Öryggis- og aðgangsstýringum er beitt til þess að vernda upplýsingarnar. Einstaklingar hafa aðgang að sínum upplýsingum og er frjálst að eyða þeim. Upplýsingar í gagnagrunni eru dulkóðaðar.

Heilsuefling