Fréttir / 25. júlí 2019

Úr sófanum áskorun SÍBS og Komaso

Úr sófanum áskorun SÍBS og Komaso í samstarfi við hlaupahópa fer af stað 7. ágúst kl. 17:30 með Laugaskokki frá SÍBS Verslun Síðumúla 6. Gert er ráð fyrir að þátttakendur æfi þrisvar í viku en boðið verður upp á 10 opnar æfingar á miðvikudögum frá 7. ágúst til 2. október.

Verkefnið er sett af stað til þess að hvetja fólk til að hreyfa sig reglulega sér til ánægju og nýta stuðning hlaupahópa í sínu nærumhverfi til að viðhalda þeirri góðu venju. Stefnt að því að þeir sem vilja geti gengið eða skokkað 5 km í Hjartadagshlaupinu 28. september.

SÍBS verslun verður með 30% afsláttur af INOV8 hlaupavörum og 1000mile sokkum auk þess sem boðið verður upp á ókeypis heilsufarsmælingu í Síðumúla 6 dagana 12.-16. ágúst (opið kl. 11-17) sem felur í sér mælingu á blóðþrýstingi, blóðfitu, blóðsykri, súrefnismettun og gripstyrk auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að svara lýðheilsukönnun SÍBS Líf og heilsu sem tekur á öðrum áhrifaþáttum heilsu og geta í kjölfarið nálgast samanburðarniðurstöður í Heilsugátt SÍBS. Jafnframt verður boðið upp á heilsufarsmælingu í lok áskorunarinnar.

Ívar Trausti Jósafatson þjálfari frá Komaso heldur utan um verkefninu, hann mun styðja við þátttakendur og taka þátt í opnum æfingum hlaupahópa, fyrirtæki geta tekið þátt og óskað eftir kynningu á verkefninu. Átakið hefst með því að "Úr sófanum - æfingaprógrammið" er kynnt á Facebook síðu verkefnisins og samstarfsaðila auk þess sem hlaupahópar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á opnar æfingar á miðvikudögum sem fylgja prógraminu.

Nýtt á vefnum