Rekstrareiningar

SÍBS starfrækir endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund, öryrkjavinnustaðinn Múlalund og Happdrætti SÍBS.

Múlalundur

múlalundur.jpg

Múlalundur er þjónustu- og framleiðslufyrirtæki sem skapar störf fyrir fólk með skerta starfsorku. Þar starfar saman fjölbreyttur hópur fólks með og án örorku og eftirspurn eftir störfum er mikil.

Múlalundur selur eigin framleiðslu og vörur frá innlendum og erlendum birgjum, auk þess að taka að sér fjölbreytt verkefni. Kaup á vörum og þjónustu af Múlalundi eru einföld og árangursrík leið til að styrkja starfsemina og hafa þannig bein áhrif á framboð starfa. Tekjur Múlalundar koma að mestu af sölu á vörum og þjónustu.

Reykjalundur

Reykjalundur

Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins. Þar fer fram alhliða sérsniðin endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Meðferðin á Reykjalundi byggist á hugmyndafræði endurhæfingar þar sem teymisvinna sérhæfðs fagfólks er lögð til grundvallar. Markmiðið er að sjúklingar nái aftur eins góðri andlegri, félagslegri og líkamlegri færni og mögulegt er.

Happdrætti SÍBS

Happdrættismiðar (1)2.jpg

Happdrætti SÍBS er hornsteinn framkvæmda á Reykjalundi og undirstaða þess að hægt er að veita öryrkjum atvinnu á Múlalundi.

Önnur verkefni

HL stöðin.jpg

SÍBS kom að stofnun Öryrkjabandalags Íslands og er aðili að bandalaginu.

SÍBS kom að stofnun HL stöðvanna í Reykjavík og á Akureyri þar sem hjarta- og lungnasjúklingar njóta endurhæfingar.

SÍBS kom að stofnun Múlabæjar og Hlíðabæjar, dagvista fyrir aldraða og heilabilaða.

Um SÍBS