Aðildarfélög
Aðildarfélög SÍBS eru sex talsins. SÍBS sameinar innan sinna vébanda fólk með ýmsa ósmitbæra og lífsstílstengda sjúkdóma.
Hjartaheill
Hjartaheill eru landssamtök hjartasjúklinga. Hlutverk samtakanna er að sameina félagsmenn til baráttu fyrir hagsmunamálum hjartasjúklinga, gæta réttar þeirra á öllum sviðum og vinna að úrbótum á sviði forvarna og heilbrigðisþjónustu.
Berklavörn/Sjálfsvörn
Berklavörn og Sjálfsvörn koma fram sem eitt aðildarfélag innan SÍBS.
Berklavörn hefur verð hluti af SÍBS frá stofnun. Inn í Berklavörn hafa runnið aðrar SÍBS-deildir gegnum tíðina.
Sjálfsvörn er Reykjalundardeild SÍBS og vinnur að því tryggja góðan aðbúnað þeirra einstaklinga sem njóta endurhæfingarmeðferðar á Reykjalundi. Félagið er opið öllum áhugasömum.
Lungnasamtökin
Lungnasamtökin voru stofnuð af lungnasjúklingum og öðrum áhugamönnum um velferð lungnasjúklinga og forvarnir. Markmið frá stofnun samtakanna hefur verið að vinna að velferðar og hagsmunamálum lungnasjúklinga.
Astma– og ofnæmisfélag Íslands
Astma– og ofnæmisfélag Íslands berst fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi. Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjónustu við félagsmenn og talar fyrir máli sjúklinga með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðis- og kennslumála og aðra áhrifahópa.
Vífill
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.