Fréttir / 19. ágúst 2019

Ókeypis heilsufarsmælingar á Fit&Run

SÍBS Líf og heilsa, Hjartaheill, Samtök lungnasjúklinga, Astma- og ofnæmisfélag Íslands og SÍBS Verslun taka þátt í Fit&Run opnunarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins fimmtudaginn 22. ágúst (kl. 15-20) og föstudaginn 23. ágúst (kl. 14-19).

Þar verður gestum boðið í ókeypis heilsufarsmælingu þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun ofl. auk þess sem fólki gefst kostur á að svara spurningavagni um áhrifaþætti heilsu og nálgast í framhaldi samanburðarniðurstöður á Heilsugátt SÍBS. Jafnframt verður boðið upp á fráblásturspróf og ráðgjöf til hlaupara m.a. varðandi einkenni áreynsluastma.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands er nýr samstarfsaðili Líf og heilsu verkefnisins en sérfræðingar á þeirra vegum munu heimsækja sýninguna og ræða við gesti. Þar á meðal er María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir lungna- og ofnæmislæknir en hún heimsækir okkur föstudaginn 23. ágúst kl. 15:30-17:30.

Nýtt á vefnum