Fréttir / 3. maí 2019

Kynntust í gönguáskorun

Fréttablaðið tók viðtal við þær Lindu Guðlaugsdóttur og Hrönn Björnsdóttur sem kynntust og fengu göngubakteríuna í gönguáskorunum SÍBS og Vesens og vergangs. Hrönn tók fyrst þátt í haustáskorun 2016 en Linda byrjaði ári síðar. Báðar eru þær meðlimir í gönguhópi sem kallar sig Afturgöngurnar sem varð til í kringum göngunámskeiðið "Vesen og brölt".

Linda og Hrönn ætla að taka þátt í 150 km áskorun SÍBS og Vesens og vergangs sem fór af stað 1. maí og lýkur um miðjan júní. Viðtalið var tekið í SÍBS verslun þar sem nú er sértilboð á göngu- og náttúruhlaupaskóm.

Báðar hlakka þær til sumarsins enda margar göngur og gönguhátíðir í boði þar sem eflaust gefast mörg tækifæri til að nýta glænýja náttúruhlaupaskó sem þær stöllur fengu að gjöf frá SÍBS verslun, sjá mynd.

Nýtt á vefnum