Fréttir / 22. nóvember 2019

Góð þátttaka í Haustáskorun

Góð þátttaka var í Haustáskorun SÍBS og Vesens og vergangs. Samtals tóku 306 þátt en boðið var upp á 6 síðdegisgöngur á höfuðborgarsvæðinu og dagsferð um Gíslagötu, Seljadal og Fossárdalur í Hvalfirði. Fallegt haustveðrið gladdi göngufólk í flestum göngunum en góð mæting var í göngur þó úti væri vindur og slagviðri.

Gengnir voru 46 kílómetrar og hækkun var samtals 998 metrar. Sjá mynd af göngufólki úr lokagöngunni í Hvalfirði.

Nýtt á vefnum