Fréttir / 20. mars 2019

Á fjórða hundrað þátttakendur í Voráskorun

Gönguhópur í Hafnarfirði 16. janúar

Alls tóku 355 manns þátt í Voráskorun SÍBS og Vesens og vergangs sem hófst í Hafnarfirði 16. janúar. Gengið var vikulega á miðvikudögum en áskoruninni lauk með dagsgöngu um Eldvörp og stíga á Reykjanesi sunnudaginn 17. mars. Samtals voru gengnir yfir 60 kílómetrar.

Staðarval í göngunum var meðal annars tengt við heilsufarsmælingar SÍBS Líf og heilsu. Einar Skúlason leiddi göngurnar, sagði frá markverðum stöðum auk þess að leiða hópefli og hláturjóga.

Við þökkum fyrir þátttökuna og hvetjum fólk til að halda áfram að ganga sér til heilsubótar.

Nýtt á vefnum