Fréttir / 31. janúar 2012

Þingsályktunartillaga um líffæragjafir

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að velferðarráðuneytinu verði falið að semja lagafrumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa. Slík lög fælu í sér að látnir einstaklingar yrðu sjálfkrafa líffæragjafar nema þeir eða aðstandendur þeirra lýstu vilja til hins gagnstæða.

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að 80-90% manna séu samþykkir því að gefa líffæri að sér látnum, en í reynd veiti þó aðeins 40-50% aðstandenda heimlld til þess. Ætlað samþykki geti bæði létt aðstandendum þessa ákvarðantöku og stuðlað að auknu framboði af liffærum, sem aftur bjarga mannslífum.

Tugir Íslendinga eiga líf sitt að þakka ígræddum líffærum.

Nýtt á vefnum