Fréttir / 14. nóvember 2011

Þingflokkafundur SÍBS um aðgerðir heilbrigðismálum

Þingflokkafundur SÍBS 2011 verður haldinn í Iðnó, þriðjudaginn 15. nóvember kl. 12:00-13:30. Á fundinum verða fulltrúum þingflokka kynntar sex tillögur frá SÍBS til aðgerða í heilbrigðismálum og óskað eftir viðbrögðum þingmannanna í pallborðsumræðum. Fundurinn er opinn öllum.

Haustfundur þessi kemur í kjölfar vel heppnaðs vorfundar með fulltrúum þingflokkanna sem haldinn var 31. maí sl., þar sem fulltrúarnir svöruðu spurningum SÍBS um heilbrigðismál. Nú vill SÍBS endurgjalda með uppbyggilegum og raunhæfum tillögum, félagið telur að geti hvorttveggja orðið til bóta í heilbrigðiskerfinu og sparað útgjöld til lengri tíma litið. Pallborðsumræður verða um tillögurnar.

Nýtt á vefnum