Fréttir / 4. október 2010

Áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni

Félagsráð SÍBS vill vekja athygli aðildarfélaga SÍBS á mögulegri áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka árið 2010 sjá www.marathon.is

Líkt og undanfarin ár gefst þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka kostur á að hlaupa í þágu góðs málefnis.

Á eftirfarandi tengli má fá leiðbeiningar um hvernig hægt er að skrá sig sem góðgerðahlaupara http://www.marathon.is/godgerdamal/ en í stuttu máli virkar ferlið þannig að þegar hlaupari skráir sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á www.marathon.is býðst honum í skrefi 4 af 8 að skrá sig sem góðgerðahlaupara fyrir ákveðið góðgerðafélag. Haka þarf í reitinn „Já, ég vil láta heita á mig á vef marathon.is” til að hægt sé að velja góðgerðafélag í fellilistanum. Nafn hlaupara, vegalengd og valið góðgerðarfélag mun þá birtast á marathon.is og hver sem er getur heitið á hlauparann upphæð að eigin vali.

Einnig má finna leiðbeiningar um hvernig heita má á hlaupara en það geta allir heitið á þá hlaupara sem valið hafa að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka http://www.marathon.is/godgerdamal/ Þá er hægt að velja flipana: heita á hlaupara , hlaupa til góðs eða góðgerðarfélög eftir því sem við á.

Ef spurningar vakna varðandi ofangreint er hægt að hafa samband í síma Reykjavíkurmaraþons: 535-3700.

f.h. Félagsráðs SÍBS

Fríða Rún Þórðardóttir, Helgi Hróðmarsson og Páll Haraldsson

Nýtt á vefnum