Fréttir / 4. ágúst 2009

Ódýrt eða ókeypis


Nú hefur ný útgáfa af bæklingnum \"Hvað er í boði?\" verið gefinn út.
Bæklingurinn er unninn af sjálfboðaliðum Rauða Krossins í samstarfi við SÍBS og Háskóla Íslands.  Markmiðið er að safna saman á einn stað, upplýsingum um allt það sem er ókeypis og/eða mjög ódýrt á Íslandi í dag.

Sjá hlekk hér neðarlega til hægri á síðunni.

 \"Hvað er í boði?\" auðveldar fólki  að nýta þau tækifæri; fræðslu, ráðgjöf og afþreyingu, sem í boði er fyrir landsmenn í dag.
Bæklingurinn
er aðgengilegur í prentvænu formi á vefsíðum Rauðakrosshússins (www.raudakrosshusid.is) og SÍBS (www.sibs.is)   Við hvetjum alla til að prenta út eintak og hafa til staðar fyrir fólk að fletta.
Sjálfboðaliðar sjá um að viðhalda upplýsingum og uppfæra þær eftir fremsta megni.  Þeir sem vilja koma á framfæri upplýsingum um ódýr eða ókeypis tilboð eða uppfærslu á þeim tilboðum sem þegar eru í bæklingnum, eru beðnir að senda þær á netfangið [email protected]

Nýtt á vefnum