Fréttir / 14. september 2009

SÍBS lestin að leggja upp á ný


\"SÍBS lestin\" ferðast um Norðvesturland dagana 16.- 22. september næstkomandi. Ferðin hefst í Búðardal og síðan verður farið um Barðastrandarsýslur, til Ísafjarðar, um Strandir og Húnavatnssýslur. Víðast hvar verða mælingar á blóðþrýstingi, blóðfitu og súrefnismettun, en einnig verður kynnt starfsemi aðildarfélaganna og Happdrættis SÍBS sem fagnar 60 ára afmæli á árinu.

Hér má sjá dagskrá ferðarinnar.

Fréttatilkynning SÍBS um ferðina er hér að neðan.

Fréttatilkynning frá SÍBS

„SÍBS lestin“  verður á ferðinni um Vestfirði og Norðurland vestra dagana 16. – 22. september næstkomandi. Komið verður við á  heilsugæslustöðvum, starfsemi SÍBS og aðildarfélaga kynnt í máli og myndum auk þess sem fólki gefst kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun, sér að kostnaðarlausu. Þetta starf fer fram í góðu samstarfi við heilbrigðisstofnanir á svæðunum.

Toyota  á  Íslandi mun leggja SÍBS til bíla í lestina.

Hjálagt í viðhengi er dagskrá ferðarinnar auk þess sem frekari upplýsingar eru veittar hjá SÍBS í síma 552 2150 og eftirtöldum netföngum:

Helgi Hróðmarsson, [email protected]

Ásgeir Þór Árnason,  [email protected]

Pétur Bjarnason, [email protected]

Aðildarfélög SÍBS eru fjórar deildir berklasjúklinga, Berklavörn, Reykjalundardeild SÍBS, Akureyrar deild SÍBS og Austurlandsdeild SÍBS, Astma- og ofnæmisfélagið, Hjartaheill - landssamtök hjartasjúklinga, Samtök lungnasjúklinga, og Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Til upplýsingar er bent á hlekki fyrir síðustu ferð ásamt fleiri tenglum: http://www.sibs.is/Files/Skra_0023149.pdf

og hér er ágrip af sögu SÍBS sem var tekin saman í tilefni 70 ára starfs sambandsins í fyrrahaust: http://www.sibs.is/Files/Skra_0034648.pdf

Heimasíðan okkar er www.sibs.is

Þess er vinsamlegast farið á leit að getið verði um þessa ferð í miðlum ykkar ef því verður við komið, en auglýsingar hafa verið settar upp á viðkomandi stöðum og þær verða einnig í staðarmiðlum eftir föngum.

Með bestu kveðjum og þökkum,

Pétur Bjarnasonjartaheill, Hjartaheill

 

Nýtt á vefnum