Fréttir / 19. september 2009

SÍBS lestin 2009 - dagur 4


Á Ísafirði
Fjórði dagur lestarferðarinnar rann upp með sólskini og góðu veðri. Byrjað var á því eftir morgunmat að fara inn á flugvöll og ná í viðbótarsendingu af bolum og fleira. Helgi Kristófersson í Múlalundi kom til liðs við okkur í dag og kynnti Múlalund og starfsemina þar. Hann kom líka með fleiri DVD myndir og ýmsan búnað.

 

Grafaragengið í aksjón
Við vorum svo í verslunarkjarnanum Neistanum kl. 13-16:30 að kynna SÍBS og aðildarfélögin, gefa boli, brjóstsykur, penna og fleira auk þess að veita fræðslu um starfsemina.

Til liðs við Pétur komu gamlir félagar úr Harmonikufélagi Vestfjarða og spiluðu fyrir bæði gesti og gangandi. Kjarninn úr hópnum var löngum kallaður \"Grafaragengið\", kennt við þáverandi kirkjuvörð, Inga Jóh.

Ásgeir og Helgi með \"vinkonu\" sinni
Þegar þeir höfðu verið kvaddir með þökkum var tekið saman og Birgir og Helgi í Múlalundi héldu suður með kvöldflugi. Lestin hélt áfram inn í Reykjanes þar sem gist verður í nótt. Hér er síður en svo neitt fásinni því kajakræðarar eru hér í stórum hópi ásamt mini ættarmóti og afmælishópi.

Nokkrir lestarstjóranna fengu sér hlýtt og notalegt bað í lauginni í kvöld

Óvíst er með myndir núna vegna hægs netsambands.

Forláta netlykill Símans sem var lofaður í hástert söludaginn er vita gagnslaus hérna og er bara með leiðindi.

Kveðjustund á flugvellinum

 

 

 

Nýtt á vefnum