Fréttir / 20. september 2009

SÍBS lestin 2009 - dagur 5


Lestagangur að SÍBS lestinni
Gamla laugin í Reykjanesi skoðuð í morgun. Hér hefur verið kennt sund síðan 1830. Stóriðja var hér á liðnum öldum, saltvinnsla í stórum stíl og gott ef ekki brennisteinsvinnsla líka.

Gamla sundlaugin
Ekið yfir Steingrímsfjarðarheiði á Drangsnes með örstuttu stoppi á óðali Sigmars B. Haukssonar, formanns Astma og ofnæmisfélagsins og stjórnarmanns í SÍBS. Þar standa yfir framkvæmdir en höfðinginn sjálfu fjarri að þessu sinni.

Frá Drangsnesi var síðan ekið til Hólmavíkur þar sem haldið var áfram mælingum.

´Veiði- og sumarhús Sigmars B.
Mæting á þessum stöðum var sæmileg en meðal skýringa á því að ekki komu fleiri var að göngur og réttir standa nú yfir og afar margir taka þátt í þeim eða samgleðjast bændum á annan hátt. En - að vanda var gaman að ræða við þá sem komu til okkar og segja þeim af okkur. Bolirnir eru vinsælir sem fyrr.

Við gistum í Steinhúsinu, sem áður nefndist Gistihúsið á Hólmavík og var byggt 1911.

Mæling á Drangsnesi
Hér er gott að vera og ekki spillir það að galdrakarlar hafa aðsetur hinum megin við götuna og Café Riis rétt hjá. Þar snæddum við góðan kvöldverð með Ragnhildi, umboðsmanni okkar á Drangsnesi og Tryggva manni hennar

 

 

 

 

 

 

Tryggvi og Ragnhildur

Nýtt á vefnum