Fréttir / 4. desember 2009

Fyrirmyndaraðgengi að SÍBS húsinu


Frétt af mbl.is, 3. nóv. 2009:

Öryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun ÖBÍ í þriðja sinn í dag, sem er alþjóðadagur. Edda Heiðrún Backman hlaut verðlaun í flokki einstaklinga. SÍBS í flokki fyrirtækja og Öskjuhlíðarskóli í flokki stofnana.

Forseti Íslands afhenti verðlaunin, en hann er verndari þeirra.

Verðlaunin eru veitt til þeirra sem stuðlað hafa að einu samfélagi fyrir alla. Þeir sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu voru verðlaunaðir.

Edda Heiðrún varð verðlaunuð fyrir mikinn styrk, kjark og áræðni í að bæta aðstöðu sjúkra og fatlaðra, m.a. með söfnunarátakinu „Á rás fyrir Grensás“.

Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga var verðlaunað fyrir fyrirmyndaraðgengi við SÍBS-húsið, Síðumúla 6.

Öskjuhlíðarskóli var verðlaunaður fyrir að gera nemendur hæfa til þátttöku í samfélaginu á sem flestum sviðum eftir því sem geta þeirra leyfir.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Salnum í Kópavogi að viðstöddu fjölmenni.

Nýtt á vefnum