Fréttir / 10. desember 2009

Færði Reykjalundi 5 milljónir


Auður afhendir Birgi ávísun fyrir gjöfinni.
Stjórn SÍBS samþykkti að færa Reykjalundi að gjöf fimm milljónir króna í tilefni af 60 ára afmæli Happdrættis SÍBS.

Ákveðið var að kaupa blöðruskanna og lyftibúnað fyrir fatlaða, sem settur verður upp í tveimur sjúkrastofum.

Auður Ólafsdóttir afhenti gjöfina nú nýlega fyrir hönd happdrættisnefndar en Birgir Gunnarsson veitti henni móttöku fyrir hönd Reykjalundar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingunni. Smellið fyrir stærri myndir.

Sigurlaug Arngrímsdóttir og Hafdís Gunnbjörnsdóttir útskýra notkun nýja skannans.

F.v. Auður Ólafsdóttir, Birgir Gunnarsson, Hjördís Jónsdóttir og Lára M. Sigurðardóttir.

Og svo var kaffi og jólakruðirí.

 

 

Nýtt á vefnum