Vegna mistaka hér hjá Happdrætti SÍBS eru villur í prentaðri vinningaskrá sem birtist í blöðum í dag. Ofaukið er dálki í skrá yfir 4.000 króna vinninga og aðrar tölur vantar í skrána.
Aðrir vinningar eru rétt skráðir. Beðist er velvirðingar á þessu, en lesa má skrána alla hér eða prenta hana út.