Fréttir / 16. júlí 2002

Fimm milljónir dregnar út í Aðalumboði


Dregið var í 7. flokki Happdrættis SÍBS 5. júlí, s.l.  Hæsti vinningur, kr. 5 milljónir kom á miða sem seldur var í Aðalumboðinu í Suðurgötu 10.

Alls voru dregnir út 3.398 vinningar að verðmæti kr. 40.450.000.

Að venju voru dregnir út endatöluvinningar, úttekt í 66°Norður að upphæð kr. 15.000. Endatölunúmer júlímánaðar var 47.

Sjá má vinningaskrána í heild með því að smella hérna

Nýtt á vefnum