Fréttir / 17. janúar 2003

SÍBS þakkar stuðninginn


SÍBS þakkar landsmönnum mjög góðar undirtektir og stuðning við upphaf nýs happdrættisárs hjá Happdrætti SÍBS. Við höfum fundið það að starfið sem unnið er á Reykjalundi og Múlalundi, Múlabæ og Hlíðabæ á sér mikinn hljómgrunn, sem lýsir sér í jákvæðum ummælum og dyggum stuðningi við það verk sem SÍBS er að vinna á þessum stöðum.

Sú ákvörðun okkar að hafa frekar marga vinninga á eina milljón heldur en einn á tíu milljónir að þessu sinni mæltist vel fyrir. Það var ánægjulegt að hringja í heppna vinningshafa að kvöldi dráttardagsins og finna hve þessi upphæð getur komið sér vel. (Já, við hringjum í vinningshafana). Kærar þakkir.

Nýtt á vefnum