Fréttir / 5. febrúar 2010

Þorraveisla í Múlalundi


Setið að snæðingi. Í baksýn er hlaðborðið.
Starfsfólkið á Múlalundi bauð til veglegrar þorraveislu í hádeginu í dag. Þar voru hlaðin borð af hinum þjóðlegasta mat. Meðal annars var hákarl, harðfiskur og súrmeti, svið, hangikjöt og hvalrengi sem var sérstakt hnossgæti.

Við hjá SÍBS þökkum kærlega fyrir okkur. Björn Ólafur, stjórnarmaður, sagðist nær óvinnufær eftir snæðinginn, því erfitt væri að kunna sér hóf í lostætinu.

Borðin svigna undan krásunum

 

 

Pétur í þriðju ferðinni!

 

Ljósmyndir Helgi Kristófersson

Smellið fyrir stærri mynd

Nýtt á vefnum