Fréttir / 14. september 2006

9. landsþing Hjartaheilla


Siv í ræðustól á þinginu
9. landsþing Hjartaheilla var haldið á Grand hótel um síðustu helgi.

Heilbrigðisráðherra mætti á þingið og svaraði spurningum sem henni höfðu verið sendar fyrir þingið, m.a. varðandi hið umdeilda tilvísanakerfi, lyfjaverð og margt fleira. Var gerður góður rómur að máli hennar, þó enn séu mörg mál óleyst.

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flutti hátíðarræðu.

Litlar breytingar urðu á stjórn en Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs tók sæti í stjórninni í stað Eggerts Skúlasonar.

Framvegis verða landsfundir og stjórnarkjör á þriggja ára fresti í stað tveggja áður.

 

Nýtt á vefnum