Fréttir / 12. apríl 2010

Starfsemi Múlalundar þegar hafin þar


Föstudaginn 9. apríl fór starfsfólk Múlalundar í kynnisferð upp að Reykjalundi og skoðaði þar væntanleg húsakynni fyrir starfsemina.

Hún er reyndar hafin nú þegar, þar sem Friðrik, sem áður vann í leiguhúsnæði Múlalundar í Skipholti, er kominn uppeftir með lager sinn og vélar og farinn að járna á nýja staðnum.

 

Þeir Friðrik og Jón M. Benediktsson tóku á móti starfsmönnunum \"úr neðra\"  og sýndu húsakynnin.

Almennt var gerður góður rómur að þessu framtaki og starfsmenn lýstu sig jákvæða gagnvart fyrirhuguðum flutningum.

Fólkið kom uppeftir í strætisvagni, gekk um sali og skoðaði sig um. Forráðamenn Reykjalundar, þau Birgir og Hjördís, heilsuðu upp á fólkið og bauð það velkomið á Reykjalund.

Helgi framkvæmdastjóri Múlalundar kynnti þetta framtak vel fyrir fjölmiðlum og Stöð 2 var á staðnum með myndavélar, auk þess sem Vífilfell hressti upp á daginn og bauð fram þjóðlegar veitingar, kók og prins.

Nýtt á vefnum