Fréttir / 6. nóvember 2007

Pálmi dró í 11. flokki


Pálmi mátar sig við stokkinn
Þriðjudaginn 6. nóv. var dregið í 11. flokki Happdrættis SÍBS. Fulltrúi Aragorn  hópsins (sjá neðar) Pálmi Pétursson sneri hjólinu að þessu sinni undir vökulu eftirliti Happdrættisráðs.

Hæsti vinningur, kr. 3 milljónir kom á nr. 68753. Aukavinningar kr. 100.000 komu á nr. 68572 og 68574.

10 fimm hundruð þúsund króna vinningar komu á nr. 2081, 10318, 13099, 18423, 26143, 27529, 28885, 63692, 68397 og 73469.

Sjá má vinningskrána í heild hérna.

Jón Þór Ólason í Happdrættisráði les af stokknum
Aragorn er hópur fólks sem kaupir miða sameiginlega í umboðinu í Kópavogi og á um þessar mundir 180 miða í Happdrætti SÍBS.

Gulli, umboðsmaður okkar í Kópavogi, sér um að miðla til þeirra upplýsingum eftir hvern útdrátt og einn úr hópnum, Pálmi Pétursson tók að sér að snúa happdrættishjólinu að þessu sinni. Nú er að sjá hvort Aragornhópurinn hefur haft heppnina með sér.

Halla B. Björnsdóttir formaður Happdrættisráðs. Aftar Gulli umboðsmaður og Pálmi

Við þökkum þeim dyggan stuðning við málstað okkar og vonum að þeir uppskeri umbun fyrir.

Ef tvísmellt er á myndirnar birtist stærri útgáfa.

Nýtt á vefnum