Fréttir / 5. júlí 2016

Kraftur náttúrunnar - sumarblað SÍBS

Nýjasta SÍBS blaðið er stútfullt af hugmyndum um útivist og ævintýri fyrir alla fjölskylduna í sumar. Blaðið heitir "Kraftur náttúrunnar" en greinahöfundar fjalla m.a. um skemmtilegar dagsferðir, áfangastaði og jurtir til matargerðar. Páll Kristinn ritstjóri tekur viðtal við Jón Gauta Jónsson skólastjóra Fjallaskólans þar sem hann gefur góð ráð um búnað og þjálfun fyrir fjallaferðir. Sjá PDF útgáfu af blaðinu

Allir út að leika!  

Nýtt á vefnum