Fréttir / 1. febrúar 2008

Þorrablót í Múlalundi


Föstudaginn 1. febrúar var efnt til veislu í Múlalundi, vinnustofu SÍBS. Starfsmenn og  gestir gæddu sér á úrvals þorramat í hádeginu, þar sem var að finna alla þá rétti sem tilheyra góðu þorrablóti, súrt hvalrengi meðtalið sem nú er aftur fáanlegt.

Starfs- og stjórnarmenn SÍBS voru meðal gesta og gerðu veisluföngunum góð skil.

Pétur Bjarnason tók nokkur þorralög á harmoniku í tilefni dagsins.

 

Stjórnarmenn SÍBS, Auður, Dagný og Björn Ólafur

 

Nýtt á vefnum