Fréttir / 8. desember 2015

Dregið í 12. flokki Happdrættis SÍBS

Dregið var í 12. flokki Happdrættis SÍBS 8. desember 2015. Hæsti vinningur, kr. 5.000.000, kom á miða nr. 19009 og aukavinningar kr 100.000 á miða nr. 19008 og 19010. 500.000 kr. vinningar komu á eftirtalin númer: 9240, 10132, 13392, 24755, 32776, 49941, 52240, 59866, 61952 og 68591. Vinningaskrána í heild má sjá hér.

SÍBS óskar miðaeigendum, velunnurum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Næsta ár verður það stærsta í sögu happdrættis SÍBS þegar yfir 700 milljónir verða dregnar út. Happdrætti SÍBS er bakhjarl framkvæmda á Reykjalundi, þar sem tugir þúsunda Íslendinga hafa notið endurhæfingar eftir veikindi eða slys. Vertu vinur, því vinir vinna!

Nýtt á vefnum