Fréttir / 29. febrúar 2008

Ný heimasíða MedicAlert


Ný heimasíða MedicAlert er kominn á vefinn, www.medicalert.is og eru félagsmenn hvattir til að fara inn á heimasíðuna og kynna sér starfsemi MedicAlert á Íslandi og þar er jafnframt að finna umsóknareyðublað sem fylla má út á vefnum. Einnig má smella á myndina og þá birtist umsóknareyðublaðið.

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um meðlimi á neyðarstundu og hafa starfað hér á landi í yfir tvo áratugi. Í Íslandsdeildinni, eru um 4500 meðlimir, en höfuðstöðvarnar í Californíu þjóna milljónum meðlima í yfir 50 löndum.

Um er að ræða merki úr málmi og plastspjald með ákveðnum upplýsingum auk tölvuskrár.

 

  • Merkið er borið í keðju um háls eða úlnlið.
  • Plastspjaldið, sem er í kreditkortastærð fyrir veski, er með fyllri upplýsingum.
  • Loks eru nákvæmastar upplýsingar á tölvuskrá, sem er í vörslu slysadeildar Landspítalans, en þar er gjaldfrjáls sólarhrings vaktþjónusta fyrir neyðarnúmer MedicAlert.


Á merkið eru skráð 3 atriði:

  • Símanúmer vaktstöðvar á Íslandi, sem hringja má í allstaðar að úr heiminum án endurgjalds. Sjúkdómsgreining eða áríðandi upplýsingar um viðkomandi og að lokum: Persónunúmer, sem veitir aðgang að nákvæmustum upplýsingum á tölvuskrá Slysadeildarinnar.

 

Nýtt á vefnum