Fréttir / 10. mars 2008

Perluvinir í fullu fjöri


8. mars s.l. var gengið með sjónum í vesturátt.
Gönguhópurinn Perluvinir hittast ávallt á laugardögum kl. 11:00 við Perluna, halda svo í klukkustundargöngu þar sem valdar eru fjölbreytilegar gönguleiðir. Síðan liggur leiðin aftur í Perluna í súpu og spjall, sem er hápunkturinn.

Í göngunni eru 12-20 þátttakendur hverju sinni og nýir göngufélagar ávallt velkomnir án skuldbindinga.

(Smellið á myndirnar fyrir stækkaða útgáfu)

Rúrik leiðtogi og með honum á myndinni er Unnur Fenger.
Stofnað var til gönguhópsins fyrir rúmum níu árum og hefur varla fallið úr ferð síðan. Samtök hjartasjúklinga, nú Hjartaheill, stóðu að hópnum í upphafi en þar eru líka að lungnasjúklingar og heilbrigt fólk sem hefur gaman af góðum göngutúr og skemmtilegum félagsskap.

Rúrik Kristjánsson hefur verið göngustjóri frá upphafi og setur hann skipulag dagsins eftir veðri, vindum og færð hverju sinni. Úrskurður hans er ávallt endanlegur.

 

 

 

 

 

 

Nýtt á vefnum