Fréttir / 17. mars 2008

Formannafundur SÍBS 2008


14. mars s.l. var haldinn formannafundur SÍBS í Síðumúla 6.

Kynntar voru hugmyndir um breytt skipulag SÍBS og farið yfir svör og athugasemdir sem borist hafa frá aðildarfélögunum eftir að þeim voru sendar tillögur varðandi þetta.

 

Á fundinn mættu formenn aðildarfélaga og starfsnefnda SÍBS og voru þessi mál rædd frá sjónarhóli félaganna.

Skv. lögum SÍBS er formannafundi ætlað að vera ráðgefandi fyrir sambandsstjórnina í mikilvægum málefnum.

(Smellið á myndir fyrir stærri útgáfu)

Sigurður formaður ræðir við Sólveigu og Helga
Formaður SÍBS flutti ítarlegt erindi um þá vinnu sem innt hefur verið af hendi á undanförnum vikum og misserum og urðu málefnalegar og líflegar umræður um málefnin á eftir en vel var mætt til fundarins.

 

 

 

 

Björn Ólafur og Davíð í sólskinsskapi

Nýtt á vefnum