Fréttir / 17. maí 2010

SÍBS lundurinn - skógarhögg

Farin var fyrsta formlega ferð í landnemareit Berklavarnar í Heiðmörk á sunnudaginn. Vel var mætt, eða hátt á fjórða tug félagsmanna. Tekið var til hendinni og rudd slóð í gegn um greniskóginn auk þess sem tekið var lagið við harmonikuundirleik og notið veitinga, sem N1 bauð fram af þessu tilefni. Er það hér með þakkað, svo og því góða fólki sem mætti í Heiðmörkina. Sólskin var, en nokkur norðangola.

Nýtt á vefnum