Fréttir / 4. febrúar 2013

SÍBS-blaðið: Skammdegisþunglyndi

Út er komið febrúarhefti SÍBS-blaðsins 2013, sem fjallar um skammdegisþunglyndi. Lesa má blaðið hér.

Skammdegisþunglyndi lýsir sér í depurð, aukinni svefnþörf, aukinni matarlyst, löngun í sætindi, þyngdaraukningu, pirringi, þreytu og orkuleysi. Orsakir eru ekki að fullu þekktar, en talið er að það tengist minnkandi dagsbirtu á veturna sem valdi truflun á lífsklukkunni, hinni innbyggðu klukku sem stýrir ýmsum mikilvægum ferlum líkamans.

Ekki bætir úr skák, að íslenska klukkan er einum og hálfum klukktíma á undan sólarklukkunni, svo þegar lífsklukkan reynir að jafna þennan mun veldur það togstreitu milli íslensku klukkunnar og sólartímans. Líkamsklukkan segir okkur þannig að klukkan sé 5:30 að sólartíma og tími djúpsvefns, þegar við reynum að fara á fætur kl 7:00.

Meðal efnis í blaðinu er: Vetrartími styttir skammdegið, Skammdegisþunglyndi, Lífsklukkan umhverfi og líðan, Svefn í skammdeginu, Að lifa með skammdegisþunglyndi, Ljósameðferð við þunglyndi, HAM við þunglyndi.

Nýtt á vefnum