Fréttir / 18. nóvember 2012

Ég vil gefa — tölum saman um líffæragjafir

„Ég vil gefa” er yfirskriftin á nýju átaki sem hvetur til samræðna um mikilvægi líffæragjafa. Markmiðið er sáraeinfalt: að sem flestir segi sínum nánustu að þeir vilji gerast líffæragjafar eftir sinn dag. Of oft sitja ástvinir uppi með það erfiða hlutverk að taka slíka ákvörðun í skugga nýorðins áfalls.

Á Facebook-síðu SÍBS er hægt að deila skilaboðunum og hvetja aðra til að gefa. Smelltu hérna ef þú vilt gefa og segja frá því á Facebook. Að sjálfsögðu hvetjum við sem flesta til að gera það og hjálpa okkur á þann hátt til þess að fjölga í hópi líffæragjafa á Íslandi. 

SÍBS berst fyrir því að lögum um líffæragjafir verði breytt. Í dag er enginn líffæragjafi nema að viðkomandi hafi tekið það sérstaklega fram (ætluð neitun) andstætt því sem þekkist víða í Evrópu, þar sem allir eru líffæragjafar eftir sinn dag, nema þeir hafi tekið annað fram (ætlað samþykki).

Nýtt á vefnum