Fréttir / 2. október 2012

SÍBS-blaðið: Næring og heilbrigði

Út er komið októberhefti SÍBS-blaðsins, sem fjallar um næringu og heilbrigði.

Ofurfæði og aðrar skyndilausnir hafa verið ofarlega í umræðunni, sem og erfðabreytt matvæli. Í blaðinu er leitast við að varpa ljósi á hvað er rétt og rangt í þessu sambandi. Þá er fjallað um samhengi næringar og sjúkdóma, sem og mögulegar hættur samfara notkun plastumbúða um matvæli.

Eftir stendur að næring hefur ótvíræð áhrif á heilbrigði, en mikilvægast er að byrja á grundvallaratriðum mataræðis í stað þess að kasta sér af fullum krafti á tískustraumana.

Meðal efnis í blaðinu er: Næring og hjartasjúkdómar, næring og krabbamein, erfðabreytt matvæli, greinar um ofurfæði og margt fleira. Blaðið má skoða hér.

Nýtt á vefnum