Fréttir / 27. september 2012

Hjartadagurinn og hjartadagshlaupið

Í tilefni alþjóðlega Hjartadagsins verður hið árlega Hjartadagshlaup haldið á sunnudaginn kemur, 30. september. Hlaupið verður frá Kópavogsvelli kl. 10:00, og eru tvær vegalengdir í boði 5 km og 10 km. Hægt er að skrá sig á hlaup.is.

Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan og bjóða til sannkallaðrar hjartahelgi dagana 29. og 30. september með veglegri dagskrá í Reykjavík og Kópavogi sem einkennist af hreyfingu, útiveru og samveru allra fjölskyldunnar. Sjá nánari dagskrá hér.

Nýtt á vefnum