Fréttir / 3. október 2008

Nýtt smásöluálagningarkerfi lyfja 2009


Á fundi Lyfjagreiðslunefndar þann 26. ágúst 2008 voru ákveðnar nýjar reglur um smásöluálagningu lyfja sem taka gildi á árinu 2009.

Markmið breytingarinnar:

  • Leitast við að hafa smásöluálagningu á hverri pakkningu í samræmi við kostnað við afgreiðslu.
  • Einfalda álagningarkerfið með fækkun álagningarflokka.
  •  Hafa álagningarkerfið svipað og á hinum Norðurlöndunum.

Með auknu vægi krónutöluálagningar þá hafa breytingar á heildsöluverði minni áhrif á smásöluálagningu og smásöluverð.

  • Það skilyrði var sett að heildarverð lyfja í smásölu hækki ekki við formbreytinguna.
  • Verð mun breytast mismunandi eftir verðflokkum.
  • Greiðsluþátttaka Tryggingarstofnunar mun sennilega lækka í óbreyttu greiðsluþátttökukerfi.
  •  Krónutala álagningarinnar verður endurskoðuð árlega með tilliti til kostnaðarþróunar. 80% launavísitala – 20% byggingarvísitala
Nýtt á vefnum