Fréttir / 28. nóvember 2008

Morgunleikfimin verði áfram!


Hr. Páll Magnússon útvarpsstjóri.

Samtök lungnasjúklinga fara þess á leit að þú endurskoðir þá ákvörðun þína að hefja sparnað RÚV á því að hætta með morgunleikfimina. Hjá mjög mörgum öryrkjum og öldruðum er þetta eina hreyfingin sem það hefur kost á. Það eru ekki allir sem eiga bíla né hafa efni á því að fara í ræktina og eiga því mjög erfitt með að nýta sér þjónustu líkamsræktarstöðva. Í gegn um árin teljum við að morgunleikfimi RÚV hafi sparað þjóðfélaginu miklar fjárhæðir í lyfjakostnað og einnig innlagnir á sjúkrahús. Á mörgum stofnunum safnast fólk saman fyrir framan útvarpið og allir taka þátt í leikfiminni.

Vonum við að þú ígrundir vel þörf þessa fólks.

Fyrir hönd Samtaka lungnasjúklinga

Jóhanna Pálsdóttir, formaður

 

 

Nýtt á vefnum