Fræðslumyndbönd / 14. apríl 2016

Eitt samfélag fyrir alla - Saga ÖBÍ í 50 ár

Þann 5. maí 2011 voru 50 ár liðin frá stofnun Öryrkjabandalags Íslands. Afar margt hefur breyst á þessum tíma, en þó má segja að markmiðin hafi ávallt verið hin sömu, að vinna að samfélagslegu réttlæti, bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu eða andlegu atgervi einstaklinga. Í myndinni er stiklað á stóru í viðburðaríkri sögu bandalagsins með frásögnum fjölda fólks sem lagt hefur baráttunni lið frá upphafi til dagsins í dag. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Öryrkjabandalag Íslands

Nýtt á vefnum