Fræðslumyndbönd / 14. apríl 2016

70 lítil hjörtu – fræðslumynd um meðfædda hjartagalla

Á hverju ári fæðast um 70 börn með hjartagalla á Íslandi. Gallarnir uppgötvast ýmist fyrir eða eftir fæðingu, þeir eru afar mismunandi og misalvarlegir, tæplega helmingur barnanna þarf að gangast undir aðgerð af einhverju tagi sem flestar eru framkvæmdar erlendis.

Í myndinni segja barnahjartalæknar frá þeim miklu framförum sem orðið hafa í greiningu og meðferð hjartagalla og foreldrar segja frá reynslu sinni. Sögð er saga Hildar Pálsdóttur sem talið var að yrði aldrei eldri en tíu ára, en er nú á þrítugsaldri. Umsjón: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson. Framleiðandi: Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna.

Nýtt á vefnum