Fræðslumyndbönd / 14. apríl 2016

Fæðuofnæmi barna

Í þessu myndbandi frá SÍBS og Astma- og ofnæmisfélaginu er fjallað um fæðuofnæmi barna. Talið er að um 70 þúsund Íslendingar séu með ofnæmissjúkdóma á borð við astma og fæðuofnæmi. Ofnæmissjúkdómar valda oft skertum lífsgæðum og geta jafnvel verið lífshættulegir. Fæðuofnæmi er sérstaklega algengt hjá börnum.

Algengustu fæðuofnæmishvatar hjá börnum eru mjólk, egg, soja, fiskur, jarðhnetur og hveiti. Einkenni fæðuofnæmis geta verið bjúgur, útbrot og öndunarerfiðleikar auk þess sem það getur aukið exemisútbrot hjá börnum með barnaexem.

Nýtt á vefnum