Fræðslumyndbönd / 14. apríl 2016

Langvinn lungnateppa

Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti yfir tvo sjúkdóma, lungnaþembu og langvinna berkjubólgu. LLT er nú orðin 6. algengasta dánarorsök á Vesturlöndum og 12. algengasta orsök örorku á Íslandi. Þessi sjúkdómur er meðal fárra sem valda vaxandi dánartíðni og talið er að um 16-18 þúsund Íslendingar þjáist af honum um þessar mundir en einungis hluti þeirra hefur verið greindur með sjúkdóminn. Helsta orsökin er reykingar.

Nýtt á vefnum