SÍBS blaðið / 29. febrúar 2012
SÍBS blaðið, febrúar 2012
Á Íslandi eiga tugir manna líf sitt að þakka að hafa fengið ígrætt líffæri. Einn látinn einstaklingur getur hjálpað mörgum öðrum til að öðlast annað líf í bókstaflegum skilningi, því við sumum sjúkdómum er ekki til önnur meðferð en líffæraígræðsla. Lifandi gjafar geta auk þess gefið nýra og jafnvel hluta úr lifur. Langir biðlistar eru eftir líffærum, og eðli máls samkvæmt geta ekki allir sjúklingar lifað biðina af.
Meðal efnis í blaðinu:
- Ætlað samþykki
- Líffæragjafir: Ert þú reiðubúinn að gefa?
- Sælla að gefa en þiggja
- Endurfæðing til annars lífs
- Annað líf fyrir alla
- Lífið eftir ígræðslu