Fréttir / 29. október 2020

Verkefninu Life&Health lokið

Nú er verkefninu Life&Healt (Líf og heilsa) lokið. Um er að ræða samstarfsverkefni tengt fullorðinsfræðslu í þremur löndum, styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru á Íslandi SÍBS og Austurbrú, LHL í Noregi og CESIE fá Ítalíu.

Til stóð að halda lokaráðstefnu um mitt árið en af henni varð ekki sökum heimsfaraldurs COVID-19. Þess í stað hafa verið útbúnar stuttar kynningar á helstu afurðum verkefnisins.

Verkefnið snýst í stuttu máli um heilsueflingu og lífsstílsþjálfun fullorðinna. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir heilsueflingu, auka þekkingu og vitund um langvinna sjúkdóma (NCDs) og lífsstílstengda áhættuþætti þeirra, stuðla að betra heilsulæsi og hvetja einstaklinga til heilbrigðs lífsstíls.

Verkefninu hefur hvarvetna verið vel tekið og er það von samstarfsaðila að með tilkomu nýrrar námskrár, opins og aðgengilegs námsefnis og leiðbeinendaþjálfunar skapist ný tækifæri fyrir þau sem vilja bæta heilsu og líðan með breyttum lífsstíl.

Nálgast má nánari upplýsingar um verkefnið og afurðir þess á heimasíðu verkefnisins.

Kynning á Líf og heilsa verkefninu

Gloppugreining, samantekt á niðurstöðum

Að meta heildræna heilsu með HAL-SI™

Námsskrá, námsefni og þjálfun leiðbeinenda

Vefsíða Líf og heilsu og námsvefurinn (Google Classroom)

Lífsstílsþjálfun á Austurlandi, tilraunakennsla

Lífsstílsþjálfun í Noregi, tilraunakennsla

Lífsstílsþjálfun á Ítalíu, tilraunakennsla

Nýtt á vefnum