Fréttir / 30. apríl 2018

SÍBS Líf og heilsa í Vestmanneyjum

Heilsufarsmælingar í Vestmannaeyjum

Fimmtudaginn 26. apríl fór fram heilsufarsmæling í Vestmannaeyjum en á fjórða hundrað Eyjamenn fengu mælingu þennan dag. Fagfólk frá heilsugæslunni var á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd. Mældur var blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun, gripstyrktarmæling og fleira, auk þess sem þátttakendum var boðið að taka þátt í lýðheilsukönnuninni Líf og heilsa sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilsu.

 

Félögin sem standa að þessu verkefni eru SÍBS, Hjartaheill, Samtök lungnasjúklinga og Samtök sykursjúkra í samstarfi við Heilsugæsluna í Vestmannaeyjum. Allir þessir samstarfsaðilar þakka þeim sem mættu í mælingarnar hjartanlega fyrir komuna.

Nýtt á vefnum